139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[15:30]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Ég hjó eftir því að hv. þingmaður lagði málin upp með þeim hætti í ræðu sinni áðan að ekki væri verið að kollvarpa fiskveiðistjórnarkerfinu, frumvörpin stuðluðu að því að kerfinu yrði breytt á þann veg sem öll þjóðin vildi. Þetta er í mínum huga sá söngur sem Samfylkingin hefur oft verið með í málflutningi sínum mörg undanfarin ár, en ég spyr hv. þingmann af þessu tilefni hvort allir þeir sem hafa varað við þeim breytingum sem þessi frumvörp hafa í för með sér, eins og Landssamband smábátaeigenda og ótal bæjarfélög, einstaklingar og félagasamtök, séu ekki hluti af þjóðinni í huga hv. þingmanns.