139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:16]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg hárrétt að bein tenging er á milli tekna sveitarfélaganna, þar sem sjávarútvegur er stundaður af einhverjum krafti, t.d. í sveitarfélögum eins og við eigum ættir að rekja til, ef mikið af fiski er landað þar og hann unninn á staðnum þannig að margir fá atvinnu og kannski há laun, og þess hversu mikill auðlindaarður er í greininni. Ég hef margoft sagt bæði í ræðum hér og í riti að með því að hleypa fleirum inn í greinina lækki meðallaunin sem hafi m.a. áhrif á tekjur sveitarfélaganna.