139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:24]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er vissulega sjónarmið og það er vel hægt að skilja það. Ég er með eitt sérstakt dæmi í huga. Þessa dagana á Seyðisfirði hafa verið hugmyndir um að reisa álkaplaverksmiðju sem gæti skaffað allt að 30 manns atvinnu og svo óbein störf og umsvif í kringum það. Sú framkvæmd er komin á ís þar núna vegna þess að ekki fæst hlutafé af einhverjum ástæðum, sem ég ætla kannski ekki að fara sérstaklega út í hérna. Hefði ekki verið gráupplagt að nota eitthvað af slíku auðlindagjaldi til að setja hlutafé þar inn og bæta þar af leiðandi upp fyrir kannski tapaðan kvóta eða eitthvað slíkt þó svo að það sé sterkt sjávarútvegsfyrirtæki þar á staðnum?