139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:08]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú hryggir þingmaðurinn í sáttarhug mig mjög mikið vegna þess að ég greindi ekki mikinn sáttarhug þegar hann sneri út úr orðum mínum til að það sé sagt kýrskýrt. (Gripið fram í.) Ég er ekki hlynnt fyrningarleiðinni og ég er ekki hlynnt þessari leið, til að það liggi algerlega fyrir.

Varðandi það hvernig við eigum að vinna þetta og hvernig verklagið eigi að vera segi ég: Tökum þessi frumvörp og hendum þeim út í hafsauga. Þetta er ekki sá grunnur sem hægt er að byggja gott kerfi á. Ég hef fulla trú á að ef við settum saman nefnd allra stjórnmálaflokka … (RM: Með þig í forsæti?) Nei, ég fer ekki fram á að vera í forsæti. Ég mundi taka það að mér ef ég yrði beðin um það en það er ekki það sem ég á við. Við getum byrjað nákvæmlega þar sem sáttanefndin endaði og samið (Forseti hringir.) frumvarp sem byggir á sameiginlegri niðurstöðu og sameiginlegum skilningi í staðinn fyrir að taka þetta frumvarp, sem fer út og suður og er ekkert um það sem fjallað var um í nefndinni — það er ekki góður grunnur.