139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:13]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Til að klára þetta með veiðigjaldið er það einfaldlega staðreynd, það er fyrir hendi. Það hefur verið við lýði í nokkur ár og þess vegna er ég hlynnt því. Ég tel að það sé komið til að vera. Það þarf bara að hafa það með því fyrirkomulagi sem sáttanefndin var að leitast eftir, þ.e. á sama hátt og gildir um aðrar auðlindir svo sem orkuauðlindirnar. Mér finnst algerlega fáránlegt að útdeila því til sveitarfélaga og vísa ég þá í kostnaðarumsögn fjárlagaskrifstofunnar sem ég nefndi í ræðu minni áðan. (Gripið fram í.)

(RM: Þú svaraðir ekki spurningunni.) Varðandi? (Gripið fram í.) Varðandi 2. gr. er ég skeptísk á hana eins og hún er núna og tel ekki óhugsandi að útfæra hana öðruvísi og ég veit að það er verið að skoða ýmsar útfærslur. (Forseti hringir.)

Varðandi 4. gr., tegundatilfærsluna, þá held ég að það sé mikilvægt ákvæði en líka vandmeðfarið.