139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:32]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að það hryggir mig að heyra hv. þingmann tala með þeim hætti sem hún gerir hér í kvöld. Þetta er svo fjarstæðukenndur málflutningur sem frekast getur orðið og hann er eiginlega ekki boðlegur. Hann er þannig að maður situr í þingsalnum og það setur að manni slíkan kjánahroll að maður kemst varla í ræðustólinn. Við þurfum einfaldlega á því að halda í þessari stofnun að menn vandi sig betur í málflutningi en þetta. Ég bið hv. þingmann um að hugsa aðeins betur um það hvernig hún kemur fram hér í ræðustól og hvernig hún tengir þessi mál saman með þessum ótrúlega óvandaða og ómálefnalega hætti sem hún gerir. Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu að hv. þingmaður fjalli efnislega um þau frumvörp sem eru til umfjöllunar en bjóði ekki sjálfri sér, þinginu og þjóðinni allri upp á jafnvitleysislegan málflutning og hún gerði áðan.