139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:46]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég er næstur á mælendaskrá og held fyrstu ræðu mína um þetta mál. Ég vil gjarnan fá að gera það við þær aðstæður að að minnsta kosti hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi tök á að fylgjast með ræðu minni og ekki væri verra að aðrir hefðu tök á því líka því að nú er fólk á leið í háttinn.

Eins og bent var á áðan var samkomulag um að fundur stæði lengur í kvöld en þingsköp gera ráð fyrir, þ.e. að fundur gæti staðið til miðnættis. Nú er alveg ljóst að ég mun þurfa að nýta allan ræðutíma minn, 15 mínútur, og geri ráð fyrir að hætta sé á að ræða mín veki upp andsvör annarra þingmanna. Það er því ljóst að ég hef ekki tíma til að flytja ræðu mína í kvöld og því skora ég á virðulegan forseta að fresta fundi.