139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:56]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þegar ég kom upp áðan, undir þessum lið, benti ég á að einungis væru um 15 mínútur eftir þar til uppstigningardagur byrjaði og að reikna mætti með að hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fengi andsvör.

Ég tek undir það sem komið hefur fram að það sé mjög mikilvægt að fólk skilji hlutina á sama vegu. Minn skilningur var sá, og þau skilaboð sem ég fékk, að samkomulag væri um að þingfundir stæðu til 12, ekki lengur, það yrði ekki fundað á uppstigningardag. Það voru ekki greidd um það atkvæði að hafa heimild fyrir kvöldfundi vegna þess að samkomulag fólst í þessu, það er minn skilningur, að það yrði ekki fundað hér eftir kl. 12. Það var það sem ég var að benda hæstv. forseta á að ef full andsvör yrðu þá stæðu þau til klukkan nærri hálfeitt. Ég hvet hæstv. forseta til að fresta fundinum nú þegar.