139. löggjafarþing — 139. fundur,  2. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[00:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Skil ég það þá rétt að sú stefna að auka smábátaveiðar og strandveiðar — sem minnir á strandlíf — sé ákveðin draumsýn eða rómantík sem bitni á arðsemi?

Það var eitt sem hv. þingmaður sagði í andsvari áðan, þ.e. að hann teldi ríkisstjórnina vera ólýðræðislega. Ég varð dálítið hugsi við það vegna þess að mér finnst alla tíð mikið hafa skort á samráð ríkisstjórnarinnar við aðila sem vinna í málum á viðkomandi sviði, t.d. Samtök atvinnulífsins eða atvinnurekendur sem vinna í sjávarútvegi. Það skortir á samráð innan stjórnarflokkanna, það skortir á samráð innan þingsins hjá þessari ríkisstjórn.

Getur verið að það sé rétt að ríkisstjórnin sé ólýðræðisleg, (Forseti hringir.) jafnvel í ætt við Sovétríkin?