139. löggjafarþing — 139. fundur,  2. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[01:00]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég mótmæli því að það sé í samræmi við það samkomulag sem gert var um þingstörf hér í kvöld að halda þingfundi áfram langt inn í uppstigningardag. Það var rætt um að þingfundur gæti staðið lengur en þingsköp gera ráð fyrir en að sjálfsögðu var gert ráð fyrir því að hann kláraðist í síðasta lagi á miðnætti en að við færum ekki inn í helgidaginn með þessa umræðu.

Ég innti forseta eftir svörum um þessi mál fyrir ekki svo löngu síðan, en þá sat annar hæstv. forseti í forsetastóli. Ég vonast til þess að sá hæstv. forseti sem nú stýrir fundi geti upplýst mig og aðra þingmenn um það hvar þessi mál standa, hvort ætlunin er að halda þessari umræðu áfram inn í nóttina í trássi við það (Forseti hringir.) samkomulag sem gert var.