139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[11:35]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég ætla að gera athugasemd við fundarstjórn forseta. Þegar hv. þm. Þór Saari leyfir sér að koma í ræðupúlt Alþingis og krefjast þess að einstaka þingmenn fái ekki tækifæri til að ræða mál á Alþingi einhverra hluta vegna sem hentar ekki hv. þingmanni og gera það með þeim hætti sem hv. þm. Þór Saari gerði þá er ég afar ósátt við fundarstjórn hæstv. forseta, að hann skyldi ekki berja í bjöllu. Vegna þess að slík ummæli sem látin eru falla eins og hv. þingmaður gerði eru þess eðlis, hæstv. forseti, að slíkt sé gert. Það er vegið með þeim hætti að einstaka þingmanni hér í salnum, sem hv. þingmaður gerir æðioft, að það er tímabært að barið sé (Forseti hringir.) í bjöllu til að koma í veg fyrir slíkt héðan úr ræðustól Alþingis.