139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[12:06]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir nýtingarsamningum, að mínu viti allt of skömmum, og í frumvarpinu sjálfu er lagt til að kerfið verði síðan lagt af eftir 23 ár því að þá verða lögin afnumin. Mig langar að heyra álit hv. þingmanns á því hvað hann telji að samningarnir þurfi að vera langir til að skapa eðlilega rekstrarstöðu í atvinnugreininni, og stöðugleika.

Ég get líka tekið undir að það sé eðlilegt, og ég held að það sé nokkuð víðtæk sátt um það, að það þurfi að vera til kerfi sem bregðist við þeim ójöfnuði sem óheft markaðshyggja getur haft í för með sér. Nú er lagt til að þarna séu settar verulegar veiðiheimildir nokkuð bratt inn í það kerfi, hugsanlega á þessu ári og líka á næstu árum. Hvað telur hv. þingmaður að þessi hlutdeild þyrfti að vera stór í (Forseti hringir.) prósentum talin? Í dag erum við að tala um 3,5% af þorskígildum.