139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[14:59]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka fyrirspurnina. Verð á aflaheimildum á leigumarkaði er núna eitthvað í kringum 300 kr./kg. Berum það saman við það veiðigjald sem útgerðin borgar fyrir eignarkvótann, sem ég vil ekki samþykkja að sé eignarkvóti en við skulum kalla eignarkvóta rökræðunnar vegna, sem er í kringum 6 kr./kg. Af þessu megum við sjá að veiðigjaldið eins og það er í dag er málamyndagjald. Sú eina hagfræðilega úttekt sem gerð hefur verið og var gerð í tengslum við störf viðræðunefndarinnar á sínum tíma sýndi að útgerðin þolir að greiða gott betur en það fyrir kílóið enda sjáum við að aðrar útgerðir sem ekki eru „kvótaeigendur“ hafa búið við þau skilyrði að leigja til sín kílóið á 300 kr. sem er auðvitað allt annað og ósambærilegt verð.