139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[15:00]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef greinilega misskilið þingmanninn vegna þess að þingmaðurinn sagði að hún vildi hækka gjaldið frá því sem það er í frumvarpinu. Þar er það ekki 6 kr., eins og mátti skilja af orðum hv. þingmanns, heldur 13 kr.

Þá er kannski ekki úr vegi að spyrja: Upp í hvað vill hv. þingmaður fara með gjaldið?

Ég set þetta í samhengi við það að hv. þingmaður vill opna greinina meira en hér er gert ráð fyrir og við vitum að ef sóknargetan eykst eyðist auðlindarentan á altari offjárfestingar. Við höfum séð fjölmörg dæmi um það. Spurningin er: Hvar á að taka hærra gjald ef búið er að sóa auðlindarentunni í offjárfestingu?