139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[15:06]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Við snúum ekki tímahjólinu við og það er enginn að ræða um það í þessu samhengi. Auðvitað hlýtur sjávarútvegurinn að áskilja sér allan rétt til að hagræða innan greinarinnar með áframhaldandi tæknivæðingu o.s.frv.

Það er fleira störf en sjómennska. Það eru fjölmörg afleidd störf sem tengjast sjávarútveginum sem verða þá til þegar störfum í sjálfri frumgreininni fækkar. Störf í sjávarútvegi eru ekki bara að vera um borð í fiskiskipi og gera að fiski.

Það er líka annað mál í þessu, fiskur er í stórum stíl sendur óunninn beint úr landi, fiskur sem gæti skapað verulega atvinnu í byggðum landsins en gerir það ekki í nafni þessarar hagræðingar. Það er þetta sem við erum að tala um, að ráðstafa gæðunum að nýju, að þjóðin fái arð af auðlindinni, (Forseti hringir.) taki við tekjunum og að þær tekjur geti líka runnið til atvinnuuppbyggingar og eflingar byggðarlaganna.