139. löggjafarþing — 141. fundur,  6. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[12:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þegar við lukum umræðunni á síðasta fundi Alþingis óskaði ég eftir því að auk hæstv. sjávarútvegsráðherra yrðu hæstv. fjármálaráðherra og sérstaklega hæstv. velferðarráðherra á fundinum og hlýddu á mál mitt vegna þess að velferð í sérhverju landi er háð arðsemi atvinnulífsins og arðsemi íslenska atvinnulífsins er mjög mikið tengd arðsemi sjávarútvegs. Við eru að ræða atriði sem gætu hugsanlega, og ekki hugsanlega heldur mjög líklega, skert arðsemi íslensks sjávarútvegs. Þess vegna er það mál öryrkja og aldraðra það sem við ræðum hérna vegna þess að ekki er hægt að borga góðar bætur og hækkandi ef arðsemi atvinnulífsins er skert.

Ég fékk svar við því að t.d. framlög til málefna fatlaðs fólks hafa stóraukist í stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins á alla mælikvarða. Nú er hættan sú að gengið verði til baka með það.