139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

Landsbókasafn -- Háskólabókasafn.

760. mál
[11:28]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að styrkja í sessi Landsbókasafn – Háskólabókasafn sem rannsóknarbókasafn og er það vel. Hvað varðar stjórn þessa safns sem og ráðningu landsbókavarðar er verið að færa stjórnir og ráðningu forstöðumanns og hæfi forstöðumanns til þess sem gert er í öðrum menningarstofnunum og ríkisstofnunum með ábendingu um aukna ábyrgð og skyldur forstöðumanna.

Ég tel að með þessu frumvarpi sem við erum hér að ákveða sé verulega komið til móts við flestar athugasemdir sem hafa borist, að undanskilinni athugasemd sem kom frá átta starfsmönnum safnsins um stjórn og ráðningu landsbókavarðar. Eins og ég segi, frú forseti, er verið að færa það til samræmis við aðrar stofnanir í samfélaginu og ég tel það vel.