139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[16:26]
Horfa

Baldur Þórhallsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þinginu hefur á síðustu missirum verið tíðrætt um að fjölga störfum í landinu. Lykillinn að því er að efla iðnaðarframleiðslu og koma hér á öflugum iðnaði sem okkur hefur ekki tekist í áratugi. Helsta ástæðan fyrir því er gjaldmiðillinn, sem svo undarlega vill til að sumir stjórnmálaflokkar og þingmenn vilja halda dauðahaldi í. Grundvallaratriðið ef efla á iðnaðarframleiðslu í landinu og grunnforsenda þess að við fjölgum störfum hér og komum í veg fyrir hið mikla atvinnuleysi sem við stöndum frammi fyrir er að taka upp alvörugjaldmiðil, taka upp evru innan Evrópusambandsins. Þá fyrst mun störfum fjölga og við byggja upp öflugan iðnað og sjávarútvegurinn mun ekki stýra gjaldmiðlasveiflum í landinu.