139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[16:27]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og skattn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður hreyfir mörgum athyglisverðum sjónarmiðum um gjaldeyrismálin og þau er hægt að skoða út frá ýmsum hliðum.

Við fögnum bráðlega 100 ára afmæli þeirrar stofnunar sem hv. þingmaður starfar alla jafna við og 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar og ég held að við eigum að hugsa til þess á hvaða grunni sjálfstæðisbaráttan var byggð. Hún var byggð á þeim grunni að litlum þjóðum eins og Íslendingum væri farsælast að frelsi í verslun og viðskiptum væri aukið sem mest. Eigin gjaldmiðill er viðskiptahindrun í sjálfu sér, svo að maður tali ekki um þegar binda þarf hann með alls kyns höftum eins og við erum nauðbeygð til (Gripið fram í.) í dag. Það hefur verið grundvallaratriði og stef í sjálfstæðisbaráttu okkar allt frá dögum einokunarverslunarinnar að afnema höft (Forseti hringir.) í verslun og viðskiptum og þetta er eitt slíkt.