139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[16:36]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og skattn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Münchhausen taldi líka að hægt væri að hafa sig yfir skurð með því að (Gripið fram í.) hífa sig áfram á hárinu en auðvitað förum við ekki yfir þann erfiða hjalla sem afnám gjaldeyrishaftanna er á voninni eða vongleðinni einni saman þó að hvort tveggja sé auðvitað jákvætt og eftirsóknarvert í lífi hvers manns. Það verður að byggja á raunsæjum áætlunum. Það liggur einfaldlega fyrir að eins og staðan er núna og með það óþolinmóða fjármagn sem við erum með í okkar efnahagskerfi og lögeyri erum við ekki í neinum sannanlegum færum á allra næstu mánuðum til að aflétta þeim höftum sem hér eru.

Ég tel fulla ástæðu til að taka það reglulega til endurskoðunar, enda gerum við þá breytingartillögu á málinu, og ég tel að þau uppboð sem Seðlabankinn hefur nú hafið muni færa okkur (Forseti hringir.) betri upplýsingar um þessa stöðu og hversu hratt verður hægt að vinna úr henni (Forseti hringir.) þegar líður aðeins fram á sumarið.