139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[18:53]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birki Jóni Jónssyni fyrir ágæta ræðu og upprifjun af umræðum sem við áttum nóttina 28. nóvember 2008. Ég ætla að spyrja hv. þingmann um eitt atriði, sem reyndar var vikið að í svörum og andsvörum hans og hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar og varðar lagastoð þeirra reglna sem Seðlabankinn styðst nú við.

Ég var að velta fyrir mér, af því að ég á ekki sæti í hv. efnahags- og skattanefnd, að hvaða leyti fjallað var um það mál, hvaða þörf var talin á að lögfesta þessar reglur. Ég spyr vegna þess að ég hef sjálfur efasemdir um að þær reglur sem eru í gildi í dag styðjist við nægilega trausta lagastoð.