139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

umræður um dagskrármál.

[19:03]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Fyrr í dag var 13. mál á dagskrá, Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Þá háttaði þannig til að í ræðustól var hv. 1. þm. Norðvest., Ásbjörn Óttarsson, og þá hafði hv. 8. þm. Reykv. n., Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, beðið um andsvar. Á eftir hv. þingmanni sem í ræðustól var hafði hv. 4. þm. Norðaust., Kristján Þór Júlíusson, óskað eftir að fara á mælendaskrá. Til hans gekk aðili og bað hann um að sleppa því til að hægt væri að ræða 14. málið (Gripið fram í.) eða hv. þingmaður bauð það að taka sig af mælendaskrá til að hægt væri að ræða 14. málið sem síðan var ekki rætt.

Ég spyr hæstv. forseta: Hvers vegna heimilaði hæstv. forseti ekki andsvör hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við ræðu hv. þm. Ásbjörns Óttarssonar.