139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

umræður um dagskrármál.

[19:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í vaxandi mæli eru forsetar Alþingis sem gera samkomulag við formenn stjórnmálaflokka um hitt og þetta. Síðan eiga venjulegir þingmenn að hlíta því eins og ekkert sé. Ég held að menn þurfi að fara mjög varlega með svona samkomulag og slíkt þurfi að ræðast í þingflokkunum þannig að menn séu virkilega sáttir við það og búnir að samþykkja það sjálfir. Ég vissi ekkert af þessu samkomulagi. Og ég neita því að einhverjir þingmenn, hvort sem þeir heita forseti Alþingis eða þingflokksformenn, geti tekið af mér það vald að ræða mál í ræðustól Alþingis.