139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[21:10]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta efh.- og skattn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni greinargóð og skýr svör. Mig langar næst að spyrja hana: Nú liggur fyrir að Framsóknarflokkurinn hefur tekið harða afstöðu á móti frumvarpinu sem við ræðum, það kemur greinilega fram í nefndaráliti. Sama er með Sjálfstæðisflokkinn, hann tekur mjög harða afstöðu. Við vitum ekki afstöðu Hreyfingarinnar, þeir eru hvorki í þingsal né á mælendaskrá, þeir eru sennilega ekkert að spá mikið í þetta. Getur hv. þingmaður í örstuttu máli fjallað um hvort Framsóknarflokkurinn sé með einhverjar hugmyndir um það hvað getur tekið við eða hvernig við ættum að koma okkur út úr þessu?