139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[22:25]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er auðveld spurning og ég ætla bara að svara henni með því að segja: Að sjálfsögðu. Hún á að fara frá, kannski aðallega vegna þeirrar svartsýni og þunglyndis sem hún dreifir út frá sér. Eftir höfðinu dansa limirnir. Hvað á aumingja þjóðin að gera þegar ráðamennirnir eru svona svartsýnir og þora ekki að taka ákvarðanir um hluti eins og t.d. gjaldeyrishöftin? Þeir þora ekki að segja: Þarna er vandamál, tölum við gæjana sem eiga þetta — þá á ég við jöklabréfin — þarna er vandamál, íslensku krónurnar. Aukum traust eigenda jöklabréfa á Íslandi.

Um leið og menn eru líka búnir að auka traust innlendra aðila á gjaldmiðilinn og á bankakerfið og allt það og búið er að tala við jöklabréfaeigendurna fara hjólin að snúast. Þá koma erlendar fjárfestingar og Íslendingar koma með peningana sína heim aftur sem þeir eru með í útlöndum (Forseti hringir.) o.s.frv.