139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[23:01]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta efh.- og skattn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kann ekki brandarana frá Austur-Þýskalandi eins og hv. þingmaður sagði svo vel frá hérna áðan, en ég get samt sagt smágrínsögu (Gripið fram í: Jæja.) sem er háalvarleg engu að síður. Hún er sú að í dag voru birtar fréttir um í hvaða landi í heiminum væri best að lifa. (Gripið fram í.) Þar kom í ljós að af 100 löndum heims sem mælingarnar náðu til var best að lifa í Kína, Kína fær 100 stig af 100 mögulegum, næstbest í Norður-Kóreu, það fær 94 stig af 100 mögulegum og síðan Kúbu. Það er hins vegar verst að lifa í Bandaríkjunum, það land fær ekki nema 4 stig. (SKK: Hver gerði þessa könnun?) Könnunin var gerð af opinberum ríkisfjölmiðlum í Norður-Kóreu. [Hlátur í þingsal.] (Forseti hringir.)

Öllu gamni fylgir nokkur alvara. (Forseti hringir.) Mér þykir sem valdhafarnir á Íslandi séu (Forseti hringir.) farnir að koma með svona sögur til að gera okkur bærilegra að lifa á bak við höftin.

(Forseti (ÞBack): Hv. þingmaður, það er ein mínúta í seinna andsvari.)