139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[23:02]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Því miður erum við farin að sjá sams konar þróun hér á landi. Hvernig stendur á því að niðurstaða Seðlabankans er alltaf sú að hér sé allt á blússandi uppleið, að hagvöxtur verði töluverður og verðbólga fari lækkandi — og Icesave ekkert mál? Það er þvílíkur forði af gjaldeyri til staðar að það er nú lítið mál að takast á við slíka smámuni. Við heyrum þetta líka í málflutningi ríkisstjórnarinnar sem kemur stöðugt fram og segir fólki að hér séu hlutirnir nánast eins og best verður á kosið þegar búið sé að eiga við hina ytri ógn, hina illu kapítalista og drauga fortíðar. Þar fyrir utan sé allt að þróast til betri vegar.

Við finnum hér enn eitt dæmið um þessa ískyggilegu þróun sem Ísland er lent í.