139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[23:23]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil bara byrja á því að hrósa hæstv. og virðulegum forseta fyrir greinargóð svör. Það er alveg til fyrirmyndar og gerist ekki alltaf þegar við spyrjum virðulegan forseta að virðulegur forseti svari. Það gerðist þó áðan og ég vil nota tækifærið og þakka virðulegum forseta fyrir það, þetta er til mikillar fyrirmyndar. Það er enginn vafi í mínum huga að það mundi auðvelda mjög þingstörfin ef virðulegir forsetar mundu alla jafna svara þeim spurningum sem til þeirra er beint. (Gripið fram í.)

Ég er hér líka með annan hv. þingmann, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, sem er (Gripið fram í: Frábær.) sá forseti sem hefur kannski gert mest af þessu. (Gripið fram í: Er þetta alveg …?) og er það alveg (Gripið fram í: … forseta í fleirtölu.) til mikillar fyrirmyndar. Bara af því að ég sá hv. þingmann hér mundi ég þetta. (Gripið fram í.) Virðulegi forseti, alla jafna hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sér líka til þess að (Gripið fram í.) hv. þingmenn tali ekki önnur tungumál í stólnum en íslensku og það er líka til fyrirmyndar. (Forseti hringir.) Mér finnst bara (Forseti hringir.) kominn tími á að við séum ekki bara með neikvæða gagnrýni hér heldur líka uppbyggilega. Enn og aftur, virðulegi forseti, (Forseti hringir.) ég þakka kærlega fyrir greinargóð svör.