139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[23:30]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti hafði hugsað sér að hleypa að einum ræðumanni til viðbótar þannig að forseti óskar eftir því að þingmenn komi ekki upp um fundarstjórn forseta umfram það sem farið hefur fram nema brýn ástæða sé til. Forseti hefur hlustað á athugasemdir um fundarstjórn forseta með athygli og ef hv. þingmenn vilja koma að fleiri atriðum núna um fundarstjórn forseta eru þeir beðnir um að gefa sig fram.