139. löggjafarþing — 143. fundur,  7. júní 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[23:31]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kem hér einmitt upp um fundarstjórn forseta þar sem hæstv. forseti tilkynnti að hún hygðist hleypa að einum ræðumanni til viðbótar. Heimild er til þess að þingfundir standi til miðnættis. Hv. þingmaður hefur 20 mínútur til ræðu, ef mér skjöplast ekki, og síðan mætti gera ráð fyrir andsvörum þannig að ég get ekki séð að það náist innan þessa tímaramma. Þar sem fyrr í dag var gerð athugasemd við fundarstjórn annars hæstv. forseta, hv. þm. Álfheiðar Ingadóttur, sem meinaði hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni að fara í andsvar og lauk umræðu, þá held ég að það sé kannski ekki til eftirbreytni, frú forseti. Ég mundi því leggja til að fundi yrði frestað núna.