139. löggjafarþing — 144. fundur,  8. júní 2011.

fundarstjórn.

[15:18]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég óska eftir því að fá svör frá sitjandi forseta um hvað hún hyggst gera til þess að tryggja það að ég fái svörin áður en þingið fer í sumarfrí. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að við fáum þessi svör. Ég spyr t.d. um afstöðu ráðuneytisins til þess að lög nr. 151/2010 stangast á við XII. (Forseti hringir.) viðauka EES-samningsins …

(Forseti (ÞBack): Ég bið hv. þingmann um að fara ekki í efnislegar umræður um málið. Forseti hefur hlustað á athugasemdir og áminningar hv. þingmanna og mun koma þeim á framfæri. Athugasemdin á að vera um störf þingsins. Spurningu um afgreiðslu ráðherra er komin á framfæri.)

Virðulegi forseti. Mætti ég halda áfram með fundarstjórn forseta?

(Forseti (ÞBack): Um fundarstjórn forseta.)

Þetta er eitthvað sem komið hefur margítrekað fyrir að ráðherrar hafi valið að hunsa óþægilegar fyrirspurnir. Þess vegna mundi ég gjarnan koma á framfæri ósk minni (Forseti hringir.) eða spurningu um það hvernig forsetar þessa þings hyggjast bregðast við þeim vinnubrögðum hjá ráðherrum að svara ekki óþægilegum spurningum sem beint er til þeirra.