139. löggjafarþing — 144. fundur,  8. júní 2011.

hækkun skatta og gjalda.

832. mál
[16:10]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hæstv. fjármálaráðherra er snillingur. Ég beið spenntur eftir því hvernig hann gæti á fimm mínútum talið upp allar skattahækkanir hæstv. ríkisstjórnar. Þetta er langur listi. Og svarið fólst í því að vísa einmitt í listann, prentaðan einhvers staðar. Enda held ég að sé tæknilega ómögulegt að lesa allar þessar breytingar á fimm mínútum. Þannig að spenna mín hefur gefið eftir.

Fjárlögin löguðust vegna einhvers gjaldeyrisbrasks úti í heimi í skjóli gjaldeyrishafta sem ríkisstjórnin stóð að og heitir Avens, held ég.

Ég vil taka undir það að allar þessar skattahækkanir og allt þetta rugl, sjúkratryggingar, skattaðar eða ekki skattaðar o.s.frv., vekja upp mjög mikið óöryggi hjá skattgreiðendum. Fjármagnstekjuskattur er allt í einu skattaður 15 ár aftur í tímann vegna hækkunar skatta í 15 daga o.s.frv., allt vekur þetta óöryggi.

En ef skortur er á hugmyndum (Forseti hringir.) bendi ég á þakskatta, gluggatjaldaskatta og skatta á glugga, eins og er í Evrópu víða.