139. löggjafarþing — 144. fundur,  8. júní 2011.

umhverfismat á Vestfjarðavegi.

820. mál
[16:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Mér finnst svar hæstv. innanríkisráðherra Ögmundar Jónassonar hljóma holt vegna þess að hann stóð að því, og hans flokkur, að við sóttum um aðild að Evrópusambandinu og settum inn í það milljarða. Hann greiddi atkvæði með því. Til að fara í Evrópusambandið eru til nægir peningar. Mér finnst þetta ekki rétt forgangsröðun hjá hæstv. ríkisstjórn í þessu máli frekar en öðrum því að á sama tíma og við erum að sækja um aðild að Evrópusambandinu með miklum mannafla og miklum tilkostnaði sem hefur nánast stöðvað alla vinnslu í stjórnsýslunni hafa menn ekki efni á því að reka sjúkrahús o.s.frv.