139. löggjafarþing — 145. fundur,  8. júní 2011.

almennar stjórnmálaumræður.

[19:51]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur tíu mínútur í fyrstu umferð, sex mínútur í annarri og sex mínútur í síðustu umferð. Þingmaður utan flokka talar síðastur í fyrstu umferð og hefur sex mínútur.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Hreyfingin.

Ræðumenn flokkanna verða:

Fyrir Sjálfstæðisflokk tala í fyrstu umferð Bjarni Benediktsson, 2. þm. Suðvest., í annarri Ólöf Nordal, 2. þm. Reykv. s., en í þeirri þriðju Tryggvi Þór Herbertsson, 9. þm. Norðaust.

Ræðumenn Samfylkingarinnar eru Þórunn Sveinbjarnardóttir, 7. þm. Suðvest., í fyrstu umferð, Helgi Hjörvar, 4. þm. Reykv. n., í annarri, en í þriðju umferð Jónína Rós Guðmundsdóttir, 10. þm. Norðaust.

Fyrir Framsóknarflokk tala Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 8. þm. Reykv. n., í fyrstu umferð, Gunnar Bragi Sveinsson, 4. þm. Norðvest. í annarri, en í þriðju umferð Eygló Harðardóttir, 7. þm. Suðurk.

Fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð tala í fyrstu umferð Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, í annarri Auður Lilja Erlingsdóttir, 2. þm. Reykv. n., en Álfheiður Ingadóttir, 10. þm. Reykv. n., í þriðju umferð.

Fyrir Hreyfinguna tala í fyrstu umferð Margrét Tryggvadóttir, 10. þm. Suðurk., í annarri umferð talar Þór Saari, 9. þm. Suðvest., og Birgitta Jónsdóttir, 9. þm. Reykv. s., í þeirri þriðju.

Ræðumaður utan flokka, Lilja Mósesdóttir, 6. þm. Reykv. s., talar síðust í fyrstu umferð.