139. löggjafarþing — 146. fundur,  9. júní 2011.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.

382. mál
[13:38]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er samstaða um að þetta mál fari í gegn og samstaða um að byrja að innheimta þessi gjöld. Það er hins vegar mikilvægt að þeir peningar sem koma inn í gegnum þessa innheimtu renni til uppbyggingar á ferðamannastöðum, renni ekki í beinan rekstur eða þess háttar. Það er uppbyggingin og verndun náttúruperlna sem þarf að horfa á og það er markmiðið með lögunum.

Ég vil líka segja, frú forseti, að það er mikilvægt að í framhaldinu verði reynt að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust, sérstaklega frá einkaaðilum í ferðaþjónustu. Mikið verk er óunnið í því hvernig við tökum á athugasemdum þeirra.