139. löggjafarþing — 147. fundur,  9. júní 2011.

samningsmarkmið í ESB-viðræðum.

[14:14]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka ráðherranum góð svör. Ég var spurð hvernig hægt væri að vera í óundirbúnum fyrirspurnatíma þegar ráðherra kemur með skjölin og les upp. Ég get ekki að því gert hvað leynist í bunka ráðherrans, en tek fram að þetta var svo sannarlega óundirbúin fyrirspurn úr því að samfylkingarþingmenn hafa áhyggjur af því. (Gripið fram í.)

Staðan virðist þá vera sú, eins og ég vissi, að ráðherrann stendur fast í fæturna gegn þessu aðlögunarferli, m.a. vegna þess sem stendur í þessari þingsályktunartillögu og eins vegna lífsskoðana hans og kosningaloforða. Það sem mig langar til að fá nánar í ljós hjá hæstv. ráðherra er í hvaða ferli ráðherrann sjái málið nú fara þar sem samninganefnd Evrópusambandsins lét hafa eftir sér að Íslendingar mundu ekki breyta Evrópusambandinu og það væri komið að leiðarlokum þess. Ég er að vísa í frétt sem birtist í Bændablaðinu um að nefndin mundi jafnvel hætta viðræðum ef ekki yrði gefið eftir. Sér ráðherrann (Forseti hringir.) eitthvað fyrir sér að sá dagur gæti verið að renna upp?