139. löggjafarþing — 147. fundur,  9. júní 2011.

samningsmarkmið í ESB-viðræðum.

[14:15]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Ég get alveg tekið undir það að ég þekki málið varðandi þessa fyrirspurn. Hins vegar eru ákveðin atriði sem ég geng alltaf með á mér. Það eru ákveðin grundvallaratriði til þess að hæstv. utanríkisráðherra — honum dettur aldrei í hug að beita mig þrýstingi. Við vitum nákvæmlega um skoðanir hvor annars í þessu efni og hann vinnur það út frá sínum forsendum og ég mínum. Það er skýr skilningur milli okkar tveggja í þessum efnum. Við förum þar eftir samþykki Alþingis, eins og hv. þingmaður minnir á, og pössum hvor upp á annan í þeim efnum.

Varðandi aðildarferlið eða umsögnina um landbúnaðarkaflann á Evrópusambandið eftir að „opna“ kaflann eftir rýnivinnuna og meta síðan (Forseti hringir.) framhaldið í þeim efnum. Evrópusambandið er í þessum málum á sínum forsendum og við á okkar.