139. löggjafarþing — 147. fundur,  9. júní 2011.

losun gróðurhúsalofttegunda.

710. mál
[14:38]
Horfa

Frsm. meiri hluta umhvn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Í fyrsta lagi var ég ekki að tala um herkostnað við sjávarútvegsmál. Ég nefndi orðið herkostnaður í því sambandi að það kostar auðvitað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Spurningin er hvernig eigi að borga það. Menn telja að með því að setja þetta kerfi svona á verði það hvatning til þess að skipta yfir í loftslagsvænni tækni, það er markmiðið, og þar með dregið úr losuninni. (Gripið fram í: Ekki …) Það er það sem við hljótum að horfa til.

Hvað varðar Chicago-samninginn og athugasemdir sem lúta að honum er það auðvitað fyrst og fremst mál samningsins í heild en ekki Íslendinga. Það er (Forseti hringir.) engin ætlun Evrópusambandsins að bíða eftir þeim úrslitum, ekki annarra flugrekenda í Evrópu og (Forseti hringir.) þess vegna eiga íslenskir flugrekendur ekki heldur að þurfa að bíða.