139. löggjafarþing — 147. fundur,  9. júní 2011.

losun gróðurhúsalofttegunda.

710. mál
[14:45]
Horfa

Frsm. meiri hluta umhvn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að í grundvallaratriðum kunnum við hv. þm. Birgir Ármannsson að vera mjög ósammála, bæði hvað varðar markaðshagkerfið sem og það sem varðar íslenska undanþáguákvæðið við Kyoto-bókunina. Aðalatriðið er þó að þegar mál eru lögð fram fyrir þingið næst oft, og oftast vil ég segja, um þau þverpólitísk samstaða. Hér erum við að tala um að íslenskir flugrekendur geti setið við sama borð og aðrir og um það erum við hv. þingmaður sammála, eins og skýrt hefur komið fram.