139. löggjafarþing — 147. fundur,  9. júní 2011.

losun gróðurhúsalofttegunda.

710. mál
[14:50]
Horfa

Frsm. meiri hluta umhvn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er mjög mikilvægt umræðuefni sem hv. þingmaður fitjar hér upp á. Ég get tekið undir með honum að því leyti að það er auðvitað staðreynd að hreina vatnið okkar og jarðvarminn, fallvötnin, þ.e. orkan sem býr í þessu landi, er ein mikilvægasta auðlindin okkar og á eftir að verða enn mikilvægari þegar fram líða stundir, rétt eins og sjávarauðlindin. Í mínum huga er mikilvægast á þessari stundu að festa í sessi í stjórnarskrá ákvæði um að þessar auðlindir til lands og sjávar séu og verði í eigu almennings en ekki einkaaðila. Það tel ég forgangsverkefni hvað varðar framtíðarsýn að þessu leyti.