139. löggjafarþing — 147. fundur,  9. júní 2011.

losun gróðurhúsalofttegunda.

710. mál
[15:25]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil ekki tefja umræðuna, en mér finnst þetta vera mjög stórt mál. Við erum að sigla inn í eitthvað — er ekki ráð að setja einhvers staðar inn fyrirvara í bráðabirgðaákvæðin eða eitthvað slíkt um að þetta skuli endurskoða? Eða jafnvel að þessi úthlutun sé bara til fimm eða tíu ára svo að við sitjum ekki uppi með sömu stöðuna og í sjávarútveginum þar sem menn fara jafnvel að tala um eignarrétt og byggja á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Því að mér sýnist að þessi kvótaeign, eða það að mega menga, verði ekki síður verðmæt en að mega veiða.