139. löggjafarþing — 147. fundur,  9. júní 2011.

losun gróðurhúsalofttegunda.

710. mál
[17:16]
Horfa

Frsm. minni hluta umhvn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar til að spyrja út í orð forseta sem féllu áðan varðandi útskýringu á því hvers vegna hæstv. umhverfisráðherra væri ekki í salnum. Forseti greip þá í nokkurs konar vörn fyrir viðkomandi ráðherra. Hvað á forseti við með því að málið sé nú í höndum umhverfisnefndar þegar við ræðum það í þinginu og fagráðherrann er ekki til staðar til að svara þeim spurningum sem þingmenn bera til hans? Lítur forseti svo á að þegar málefni eru til umræðu á þingi þurfi ráðherrar ekki að hafa afskipti af þeim eða hvað átti forseti við? Jafnframt vil ég minna á að ráðherrar eru líka þingmenn þannig að ef skilningur forseta er sá að ráðherrar þurfi ekki að vera í húsinu gæti hæstv. umhverfisráðherra þó setið hér sem óbreyttur þingmaður til að heyra hvað fer fram.