139. löggjafarþing — 147. fundur,  9. júní 2011.

losun gróðurhúsalofttegunda.

710. mál
[17:17]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er nú ýmislegt fleira í ólagi í þinginu en klukkan.

Ég held að það mundi flýta fyrir þingstörfum og því að við gætum klárað málið eins og hv. þm. Álfheiður Ingadóttir nefndi, ef hæstv. ráðherra mundi koma og taka þátt í umræðunni. Enginn vafi er á því að ágætis samstaða er um málið en mér finnst ekki óeðlilegt að hæstv. ráðherra væri hér og í ljósi þess að menn tala um vandaða málsmeðferð og annað slíkt held ég að betur færi á því að hægt væri að svara ýmsum álitaefnum og spurningum sem komið hafa upp. Ef enginn er til svara er ekki ólíklegt að menn tali lengur og bíði eftir því að einhver komi og verði til svara. Ef menn vilja flýta fyrir málinu eiga menn bara að drífa hæstv. ráðherra á bíl eða hjól (Forseti hringir.) og koma hæstv. ráðherra á svæðið. (Gripið fram í: Á hjóli, það sparar.)