139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

losun gróðurhúsalofttegunda.

710. mál
[10:53]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í gær var stutt umræða um þetta mál. Þar kom ég inn á það, og óskaði eftir því að hæstv. umhverfisráðherra yrði viðstödd, að koma verði á markaði með kolefnislosanir á Íslandi nú þegar og að menn þurfi að búa sig undir það og taka þá umræðu að hér sé að myndast nýtt kvótakerfi sem sennilega verður miklu stærra en kvótakerfið í sjávarútvegi. Þeir sem græða á því eru Landsvirkjun sem ríkið á, Rarik, Orkubú Vestfjarða og Hitaveita Suðurnesja sem Magma á. Ég vil að menn taki þá umræðu áður en þetta kemur í bakið á okkur eins og kvótakerfið gerði í sjávarútveginum. Ég segi já.