139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

losun gróðurhúsalofttegunda.

710. mál
[10:54]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég er á þessu máli með fyrirvara af því að mér finnst þetta kerfi bjóða upp á sambærilega misnotkun og kvótakerfið. Ég hefði viljað meiri umræðu um málið en mér skilst að við getum ekki tekið þátt í þessari samevrópsku sköttun á loftinu. Ég vek athygli á því að það er ekki bundið við lönd þannig að við gætum mjög auðveldlega orðið mengaðasta land í Evrópu ef mjög margir vilja kaupa kvóta á Íslandi. Mér stendur stuggur af þessu máli og ég mun segja nei.