139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

nálgunarbann og brottvísun af heimili.

706. mál
[11:17]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil fagna sérstaklega því stóra framfaraskrefi sem menn eru að taka hér. Einhvern tíma verður sagt: Það er undarlegt að þetta skuli ekki hafa verið orðið að lögum löngu fyrr. En það var ekki sjálfsagt mál þegar Kolbrún Halldórsdóttir hóf þessa baráttu í þingsölum ásamt þingmönnum úr öðrum þingflokkum. Nú er um þetta þverpólitísk samstaða, framfaramál sem allir fagna. Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn, Kolbrúnu Halldórsdóttur og öðrum þingmönnum.