139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

verslun með áfengi og tóbak.

703. mál
[11:34]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að færa í lög nokkuð sem hæstv. fjármálaráðherra er löngu búinn að gera án þess að hafa til þess lagaheimild, þ.e. að leggja niður stjórn ÁTVR. Ég held að þetta sé óskynsamlegt. Ég held að eina ástæðan fyrir því að ÁTVR er jafnöflugt og gott þjónustufyrirtæki og raun ber vitni, með vel skilgreind markmið á ýmsum sviðum, m.a. á forvarnasviðum, sé vegna þess að þar hefur verið unnið skipulega að því undir forustu stjórnar. Að færa það allt inn í fjármálaráðuneytið, með fullri virðingu fyrir því ágæta ráðuneyti, er ekki gott skref og ekki rétt skref í ríkisrekstrinum. Ég mun því greiða atkvæði gegn þessu.