139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

verslun með áfengi og tóbak.

703. mál
[11:43]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að ég tel að með tilliti til lýðheilsusjónarmiða eigi áfengi og tóbak og lög þar um að heyra til heilbrigðisyfirvalda og þar með velferðarráðherra. Mér hefur ekki tekist að sannfæra þingheim um þetta í bili en ég mun halda þeirri baráttu áfram. Ég styð þetta að þessu sinni með þeim fyrirvara að ég mun halda áfram að reyna að berjast fyrir breytingum á þessari yfirstjórn.