139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

verslun með áfengi og tóbak.

703. mál
[11:45]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í 3. mgr. 4. gr. stendur að starfsemin skuli skila hæfilegum arði til ríkissjóðs sem kemur væntanlega í veg fyrir að ráðherra geti lagt stofnunina niður, eins og hann gæti hugsanlega ef hann væri bindindismaður.

Í 3. mgr. 9. gr. stendur að heildsöluálagning ÁTVR á tóbaki skuli vera 18%. Sem maður sem þekkir rekstur pínulítið veit ég að ef umsetningin minnkar, eins og við öll vonumst til að hún geri í tóbaki, og ef hún minnkar svo mikið að þetta sé orðin einhver óvera duga 18% ekki fyrir veltunni. Þessi grein er því í rauninni í mótsögn við þá von að verslun með tóbak minnki. Ég get ekki staðið að slíkri grein og sit hjá.