139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[11:48]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Það er dálítið þreytandi að vera stöðugt að veita afbrigði fyrir hluti sem löngu liggja fyrir og ég skil ekki af hverju þarf að veita afbrigði fyrir þessu atriði núna þegar svo langt er liðið á sumarið, sem er reyndar ekki komið. Ég greiði þessu atkvæði en geri athugasemd við að það skuli verið að veita afbrigði fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Það hlýtur að hafa legið fyrir, alla vega fyrir viku.